14 febrúar, 2006

Up, up and away...

Ég sit hérna á bókasafninu og er búinn að gera nokkrar tilraunir til þess að líta í skólabækurnar en ekkert gengur, framtaksleysið er alveg að drepa mann hérna. Um helgina var haldið villt partý í ghettóinu þar sem var meðal annars verið að kveðja hana Guðnýju sem er að halda út í hinn stóra heim en á ný, nánar tiltekið til Ástralíu, hún er að fara í loftið þegar þessi orð eru skrifuð ef ég man það rétt sem hún sagði mér. Allavega þá var þetta villta, tryllta partý haldið á laugardaginn og má sjá myndir þaðan inn á myndasíðunni minni sem þið getið fundið í tenglalistanum hérna til hliðar. En talandi um framtaksleysið þá er ég búinn að vera eitthvað down undanfarið, við mér blasir að ég er að fara að útskrifast eftir u.þ.b. ár og ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera að útskrift lokinni, ég er ekki einu sinni búinn að velja mér ritgerðarefni til að skrifa um í lokaritgerðinni og það er eitthvað sem ég verð að reyna að ljúka af fyrir vorið. Svo er það spurningin hvort ég verði fyrir norðan í sumar eða verði um kyrrt hérna í bænum, semsagt, held að ég þjáist af valkvíða eða einhverju álíka (er það ekki annars til?).

En nú ætla ég að gera en eina tilraunina til að snúa mér að lærdóminum

Tschuss

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page