21 apríl, 2006

Ritgerðir og lélegt sjónvarpsefni

Nú er lokabrjálæðið skollið á hjá manni í skólanum og ég sit hér að skrifa ritgerð og verð örugglega að því framundir morgun ef ég þekki mig rétt. Hvenær ætlar maður að læra af reynslunni, í hvert einasta skipti sem maður lendir í þessu þá á það að vera síðasta skiptið en hér sit ég nú. Læt klassísku tónlistina í ipodinum og magic fleyta mér áfram. Þegar þessu er svo lokið þá eru eftir 2 verkefni og ein ritgerð og svo eitt stykki heimapróf sem bíður mín í næstu viku. Þá ætti þessu að vera lokið þennan veturinn. Annars er það helst að frétta að ég hélt heim í sveit um páskana og átti nokkra góða og rólega daga. Eitthvað minna varð nú úr lærdómnum en aftur á móti fékk maður nóg af góðum mat að borða og stútaði einu stykki Nóa páskaeggi. Það má samt segja að ég hafi næstum fengið flog þegar ég mætti aftur í vinnuna eftir páska því þá beið mín fullt bretti af dóti sem ég þurfti að koma í hillur og til að bæta gráu ofan á svart þá kom önnur sending í fyrradag. Svo er minn að skella sér á ný gleraugu, þarf að fá mér aðeins sterkari gleraugu auk þess sem þau gömlu eru farin að láta svoldið á sjá.
Akkúrat núna er ég í smá pásu frá ritgerðarskrifum og byrjaði ég hana á því að standa aðeins upp og labba fram í stofu leit aðeins á imbann. Þar sá ég tvímælalaust einn sorglegasta þátt sem ég hef nokkurntíma séð, svo sorglegan að The Bachelor og Ástarfleyið blikna í samanburði. Þessi þáttur hét Celebrities uncensored 2, já, TVÖ!!! Ekki nóg með að þessi þáttur sé ákaflega sorglegur heldur er hann með 2 í nafninu. Uppistaðan í þessum þætti eru allskonar papparazzi myndbönd  sem einhverjir ákaflega sorglegir karakterar, sem hafa ekkert betra að gera en að njósna um fræga fólkið, hafa tekið. Svo talar einhver gaur undir sem hljómar eins og einhver perri sem talar undir myndband úr búningsklefanum hjá stelpunum. Ég horfði á þetta í svona 5 mínútur og ákvað að forða mér frá svona mannskemmandi sjónvarpsefni.
Jæja, nóg í bili, það er löng nótt framundan svo það er algjör óþarfi að lengja hana með blaðri,
Tschuss

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page