Mikið um að vera
Ég veit ekki hvað hefur verið að gerast hjá mér undanfarna daga en undanfarin tvö kvöld hef ég verið kominn upp í rúm og farinn að sofa klukkan 11, ákvað að mæta klukkan hálf 10 í vinnuna í morgun svona upp á djókið enda var ég vaknaður um klukkan 8, í fyrsta skiptið í sumar. En annars er búið að vera þónokkuð um að vera hjá manni undanfarið, skellti mér norður um þarsíðustu helgi og fór á fiskidaginn mikla á Dalvík. Fékk bílinn lánaðann hjá Sigurgeir og brunaði norður yfir heiðar. Þarna var þvílíkur mannfjöldi samankominn og maður hámaði í sig matinn sem var í boði. Um kvöldið var svo fullt af fólki saman komið til að fylgjast með einni flottustu flugeldasýningu sem ég hef séð lengi en hún hófst með þremur fallbyssuskotum af varðskipinu Ægi.
Skrapp svo eftir vinnu á menningarnótt um síðustu helgi og var á rölti í miðbænum frameftir kvöldi, ef það var þvaga á Dalvík þá var hún enþá svakalegri þarna. Það tók okkur meira en klukkutíma að rölta frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Svo var rölt yfir að höfninni til að horfa á en eina flugeldasýninguna og var hún rosalega flott. Tók eitthvað af myndum sem koma vonandi hingað inn við tækifæri. En eftir flugeldasýninguna var eins og allt færi til fjandans, fjölskyldufólkið hélt heim á leið og þetta snerist upp í fyllerí og vitleysu og ákvað ég að koma mér heim á leið fljótlega upp úr miðnætti.
Á þriðjudaginn fór ég í viðtal hjá kennaranum sem ég mun skrifa BA-ritgerðina hjá og hélt ég að ég væri í vondum málum af því að ég væri ekki búinn að fastákveða ritgerðarefni en hann sagði að það væri allt í lagi og að margir væru í mínum sporum. Ég ætla að leggjast yfir bækurnar um helgina og skoða hvað er í boði. Þetta á allt eftir að smella saman á næstunni.
Meira var það ekki í bili, ætli maður fari ekki bara að sofa bráðlega, allavega miðað við hvernig hlutirnir hafa farið undanfarin tvö kvöld þá ætti maður að sofna annsi fljótlega.
Skrapp svo eftir vinnu á menningarnótt um síðustu helgi og var á rölti í miðbænum frameftir kvöldi, ef það var þvaga á Dalvík þá var hún enþá svakalegri þarna. Það tók okkur meira en klukkutíma að rölta frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Svo var rölt yfir að höfninni til að horfa á en eina flugeldasýninguna og var hún rosalega flott. Tók eitthvað af myndum sem koma vonandi hingað inn við tækifæri. En eftir flugeldasýninguna var eins og allt færi til fjandans, fjölskyldufólkið hélt heim á leið og þetta snerist upp í fyllerí og vitleysu og ákvað ég að koma mér heim á leið fljótlega upp úr miðnætti.
Á þriðjudaginn fór ég í viðtal hjá kennaranum sem ég mun skrifa BA-ritgerðina hjá og hélt ég að ég væri í vondum málum af því að ég væri ekki búinn að fastákveða ritgerðarefni en hann sagði að það væri allt í lagi og að margir væru í mínum sporum. Ég ætla að leggjast yfir bækurnar um helgina og skoða hvað er í boði. Þetta á allt eftir að smella saman á næstunni.
Meira var það ekki í bili, ætli maður fari ekki bara að sofa bráðlega, allavega miðað við hvernig hlutirnir hafa farið undanfarin tvö kvöld þá ætti maður að sofna annsi fljótlega.
<< Heim