11 júní, 2006

Back to work

Ég er búinn að eyða 4 síðustu dögum liggjandi heima með hálsbólgu, nefrennsli og slappleika og er þar af leiðandi búinn að missa fjóra daga úr vinnu. Var svo orðinn nógu hress til að skella mér í vinnu í dag, sunnudag, þar sem ég taldi mig vera orðinn nógu hressan til þess auk þess sem þetta er bara 5 tíma vinnudagur. Held ég verði að segja að þetta sé einn dauðasti vinnudagur sem ég hef upplifað, ég er einn á lagernum og verð að fylgjast með vöruafgreiðslunni, þar sem allir koma með dót í viðgerð og skila því og það sem af er hafa komið fjórir viðskiptavinir. Get ekkert unnið fram í búð þar sem ég verð að fylgjast með bjöllunni og sit því hérna og læt mér leiðast. Nú eru tveir tímar búnir af deginum og mér finnst eins og ég hafi verið hérna í miklu lengri tíma.

En að öðru, fékk loksins einkunnir í vikunni, 2x7,5, er alveg sáttur við þetta þó það væri alltaf skemmtilegra að fá hærra. Þessar tvær einkunnir eru þó nóg til að hífa meðaleinkunn mína nógu mikið upp til að ég verði löglegur í framhaldsnám þar sem lágmarks meðaleinkunn til að komast inn er víst 7,25 og vakti það mikla gleði hjá mér. Það eru hins vegar gamlar syndir frá upphafi háskólanáms míns sem eru að draga mig fullmikið niður þarna. Svo er það víst Norðurland um næstu helgi, það verður gott að komast aðeins úr bænum í nokkra daga og komast heim í sveit og svona.

Tschuss

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page