28 júní, 2006

Tilraun 1001

Ég er búinn að vera að reyna að setja eftirfarandi færslu inn á netið í viku, þetta átti semsagt að koma á þriðjudaginn fyrir viku, en sökum þess að það er eitthvað bögg á netinu heima hjá mér þá hefur færslan aldrei komist inn. Allaveg, hérna kemur þetta loksins:

Ég tók mig til og skrapp norður um síðustu helgi, ástæður þess voru tvær, í fyrsta lagi til að fara í útskriftarveisluna hjá henni Sirrý og svo til þess að hitta hina rugludallana sem voru í 4. F. Flaug norður á föstudag og eyddi kvöldinu heima í sveit, brunaði svo inn á Akureyri á laugardegi og eyddi mestöllum deginum þar, fyrst í veislunni og svo í partýinu um kvöldið. Fór svo aftur heim í sveit á sunnudeginum og flaug suður með seinasta flugi á sunnudagskvöldið. Langaði mest að gráta þegar ég lenti í Reykjavík og sá rigninguna hellast niður með flugvélinni þar sem ég hafði flogið úr þessu líka flotta veðri fyrir norðan. Hér á eftir eru nokkrar myndir frá atburðum helgarinnar, þeir sem vilja sjá fleiri er bent á myndaalbúmið mitt.











© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page