02 desember, 2006

Jólastress

Þá er desember kominn með allt það sem honum tilheyrir, einnig þessa miður skemmtilegu hluti eins og jólastressið. Átti erindi niður í elko áðan án þess þó að ég væri að vinna í dag og þvílík örtröð. Var að skila gölluðum prentara sem ég keypti um daginn og þetta átti að vera svona snögg "inn, skila, fá nýjan prentara, borga, út" ferð en í staðinn var ég fastur þarna í þrjú korter. Dagurinn í gær var líka algjört rugl, jólin að koma plús það að liðið er búið að fá útborgað og er alveg að missa sig þessa dagana. Í kringum 10. des. verður búðin opin til klukkan 10 á kvöldin og get ég varla sagt að ég hlakki til, samkvæmt vaktaplaninu er ég að vinna 12 til 10 frá 10. des. og fram að jólum, hljómar mjög óspennandi.

Það er ótrúlega skrítin tilfinning að þurfa ekki að fara í nein próf núna, engin skilaverkefni, engar andvökunætur, ekkert. Það liggur við að þetta sé hálfgerð tómleikatilfinning en þökk sé kaupóðum íslendingum þá má segja að prófstressið yfirfærist á vinnuna.

Held ég hafi þetta bara stutt og laggot í þetta skiptið, það verður afslöppun núna yfir helgina, í síðasta skiptið fram að jólum.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page