20 desember, 2006

Best of the best

Jólin nálgast og allt í einu hafa kaupóðir þegnar þessa þjóðfélags uppgötvað það að Elko er opinn lengur frameftir en venjulega. Fram að þessu hafa kvöldin þó verið frekar róleg hjá manni og hef ég verið að fletta í gegnum vörurnar sem eru í boði á síðunni hjá Elko og fann ég nokkrar vörur sem ég fæ ekki með nokkru mót séð hvernig nokkur maður hefur þörf fyrir slíkt drasl. Svona að gamni ákvað ég að taka saman lista yfir nokkra hluti sem mér finnst að hvert heimili hafi enga þörf fyrir.


1. Fótanuddtæki
Hver man ekki eftir fótanuddtækunum sem tröllriðu öllu á 9. áratugnum og fram á þann 10. en enduðu svo inn í geymslu á flestum heimilum landsins. Nú eru þessi tæki komin aftur og meira segja til í nokkrum útgáfum.


2. Djúpsteikingarpottur
Að eyða pening í svona lagað finnst mér ákaflega ósniðugt eitthvað, þessu tæki fylgir ekkert nema drullugir veggir og auka þrif í eldhúsinu. Ef þig langar í franskar kartöflur farðu þá og keyptu þær í næstu sjoppu.


3.Poppkornsvél
Til hvers að eyða peningum og plássi í svona tæki þegar þú getur keypt örbylgjupopp út í næstu búð.


4. Safapressa
Jólagjöfin í ár, draslið í geymslunni á næsta ári, enough said.


5. Eggjasuðutæki
Er svona erfitt að sjóða egg í potti, virkilega?!


6. Hrísgrjónapottur
Það sem mér finnst um þetta tæki má draga saman í eitt orð: peningasóun.


7. Pylsuhitari
Þetta tæki er tvímælalast eitthvað það heimskulegasta tæki sem ég hef nokkurntíma séð, enda hafa afskaplega fáir ákveðið að slá til og kaupa svona.

Annars er maður bara farinn að telja niður í brottför norður, flugið fer klukkan 8:15 á aðfangadagsmorgun, skítt að geta ekki farið fyrr norður en shit happens.
Jólagjafirnar flestar komnar í hús, jólakortin verða skrifuð í fyrramálið og fara í póst samdægurs, ekki seinna vænna þar sem morgundagurinn er víst síðasti dagurinn þar sem maður er öruggur um að kortin berist. Svosem mér líkt að vera alltaf á síðustu stundu.
Bara 4. dagar í jólafrí,
,gott í bili...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page