11 febrúar, 2008

It's alive

Þá er maður snúinn aftur í blogheima eftir langa fjarveru og ýmislegt hefur gerst frá því síðast, hversu frásagnarvert það hinsvegar er er hinsvegar önnur saga. Allavega, jólin komu og fóru ásamt áramótunum allt of hratt. Ég keypti mér nýja myndavél um miðjan janúar, Canon Eos 400d, ég elska hana, þarf hins vegar að læra betur á hana en það er önnur saga. Árangurinn af þessum fyrstu vikum má sjá á flickr síðunni minni og þetta lítur alveg ágætlega út.

Ég var að átta mig á því um daginn að í sumar verða komin 5 ár frá því ég útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri og hef ég mikið velt því fyrir mér hvert þessi 5 ár hafa farið, svo hratt hefur tíminn liðið. Finnst eins og það hafi verið í gær þegar maður kom fyrst inn á vistina sem nýnemi í MA, en síðan eru víst liðin 9 ár!!! Það er eiginlega stórfurðulegt hversu hratt tíminn líður hjá manni, man þegar ég var krakki þá fannst manni skólinn aldrei ætla að vera búinn og jóla/sumarfríið var alltaf of langt í burtu. Nú hins vegar flýgur tíminn hjá eins og hendi sé veifað.
Að öðru svona áður en maður verður þunglyndur af þessu tímatali, mér hefndist fyrir það að hlægja að þeim sem þurfti að moka gangstéttina hjá blokkinni í janúar þar sem við erum víst með sameigninna þennan mánuðinn og það hefur snjóað ótæpilega hér á suðvesturhorninu undanfarið. Skellti mér í það í gær að moka stéttina, þetta eru svona 20 metrar, og tók aldeilis skakkan pól í hæðina. Tiltölulega nýkominn úr rúminu leit ég út um gluggan og áætlaði svo að það væri nokkurra stiga frost úti og skellti mér í dúnúlpu, utanyfirbuxur, trefil, húfu og vettlinga. Kom svo niður til að moka en þar sem það var víst 5 gráður í plús þá hitnaði mér all verulega við verkið, hef ekki svitnað svona rosalega í lengri tíma, hélt líka áfram að svitna löngu eftir að ég hætti að moka.
hættur í bili.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page