23 september, 2007

Heimkoma... + mánuður

Já, þá er maður kominn heim, meira að segja fyrir mörgum vikum síðan. Hef bara aldrei komið mér í það að koma einhverju hingað inn. Ég er ekki enþá búinn að sortera myndirnar úr ferðinni þar sem það voru teknar 1200+ myndir. Auk þess er Iphoto með eitthvað bögg þegar ég reyni að gera myndirnar nethæfar. Annars er maður bara að dunda við þetta venjulega, vinna og svo líka skólinn, er kominn ágætlega af stað í heimildaöflun fyrir blessaða ritgerðina, aftur. En já, veturinn greinilega að hefja innreið sína, búið að rigna mikið undanfarið og það fer allverulega í skapið á manni. Óþolandi að þurfa að skella sér út í úrhellið dag eftir dag.
Allavega, þegar mér leiddist í vinnunni um síðustu helgi þá ákvað ég að eyða tímanum í að kanna töfra internetsins. Eftir mikla könnun lá leið mín á slóðir youtube þar sem ég fann eftirfarandi myndband:

Fullt af myndböndum með þessu gaur á netinu, mæli með þessu, breskur húmor að gera góða hluti hér.

Segi þetta gott í bili...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006


Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page