Dark floors
Gærkvöldið endaði svoldið öðruvísi en ég ætlaði, var að spjalla við Ævar um 10 leytið og hann spyr mig hvort ég kæmi ekki með í bíó, það átti víst að sjá Dark floors, myndina sem Lordi tók þátt í. Ég sló til og fórum við Ævar ásamt Guðna bróður hans og Sirrý í bíó. Hvað get ég sagt um þessa mynd?! Tja... eiginlega bara það að þið ættuð ekkert að vera að eyða pening í þetta, þessi mynd var svo kjánaleg að það hálfa væri nóg. Ég er algjört músarhjarta þegar kemur að hryllingsmyndum og forðast þær eins og heitan eldinn til þess að ég geti sofið almennilega á nóttunni en það er ljóst að þessi mynd mun afskaplega lítið halda fyrir mér vöku, nema þá helst vegna þess hversu mikið ég sé eftir 650 kallinnum sem fór í miðann. Lordi skrímslin eru ekki bestu skrímslin til að setja í hryllingsmynd, allavega ekki fyrir þá sem fylgjast með Eurovision, segi bara eins og Sirrý sagði á sinni síðu, maður bjóst hálft í hvoru við því að þeir myndu bresta í söng. Auk þess þá voru samtölin í þessari mynd hálfkjánaleg líka, virkuðu rosalega stíf og illa leikin, svona svipað og í slæmri íslenskri bíómynd (Blossi einhver?)
<< Heim