10 mars, 2008

Google

Ég hef mikið velt því fyrir mér undanfarin misseri hver tilgangurinn er með RSS feedi sem virðist komið á flestar síður sem uppfæra efni sitt reglulega, þá sérstaklega hvaða gagn það gerði fyrir mann. Ég komst svo að því um daginn þegar Jói sýndi mér síðu sem heitr Google Reader, þar skráir maður sig inn með því að nota g-mailið sitt, sem er btw lang lang besta frípóstþjóusta sem til er og ef þú ert ekki með einn slíkan fáðu þér þannig, og svo byrjar maður bara að setja inn síður sem maður fylgist með. Ég er t.d. með allar blog síðurnar sem eru á listanum á minni blogsíðu ásamt nokkrum fleirum. Því þarf ég ekki að eyða tíma í flakk um ótal síður til að tékka á þeim heldur sé ég þær allar á einum stað um leið og þær detta inn. Svo getur maður búið til vinalista og sent þeim síður sem manni finnast áhugaverðar með því að ýta á "share" takkann, þessi kassi hérna vinstra meginn er einmitt hluti af þessu.
Áður en ég hætti þá vil ég setja hér inn mynd af kettinum þeirra Ævars og Maríu, skrapp í heimsókn í helgina og náði þessari líka ljómandi mynd af honum.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page