09 apríl, 2008

Veikindi

Ég er búinn að eyða síðustu 10 dögum veikur heima og það er búin að vera vægast sagt ömurleg upplifun. Er varla búinn að fara út úr húsi allan þennan tíma og um síðustu helgi var ég svo stíflaður að ég hef varla upplifað annað eins. Þegar ég fór á fætur á föstudagsmorgun þá var það fyrsta sem ég gerði að fá mér glas af eplasafa, hélt hann væri skemmdur en þá var ég bara svo stíflaður að bragð og þefskyn mitt var farið. Og það versnaði eftir því sem leið á daginn. Hrærði mér skyr í hádeginu, fattaði ekkert hvað ég ætti að setja mikinn sykur í það því ég fann ekki bragðið af því hvort sem er. Um kvöldið sagði mamma mér svo að ég ætti að fá mér viskí, það væri nú svei mér gott til að hreinsa hálsinn. En og aftur þegar ég opnaði flöskuna og lyktaði þá fann ég ekki lykt, heldur ekkert bragð þegar ég skellti því í mig, aðeins þessa óþægilegu tilfinningu sem maður fær þegar maður kyngir stórum sopa af sterku áfengi.
Ég er hinsvegar allur að koma til núna, bragðskynið snúið til baka fyrir nokkru. Það verður líka gott að geta komist út í góða veðrið sem hefur verið undanfarið, ef frá er talin þessi snjókoma sem kom í gærkvöldi. Ef lukkan bregst mér ekki þá verður hún viðvarandi næstu daga þegar maður kemst loksins úr húsi.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page